Verslunar og þjónustutorg við flugvöllinn
Verslunar- og þjónustutorg
Aðaltorg Reykjanesbæ er verslunar- og þjónustutorg sem fellur vel að framtíðar skipulagi nærumhverfis Keflavíkurflugvallar, staðsett eingöngu 3 mínútur frá flugvellinum. Aðgengi og sýnileiki Aðaltorgs frá Reykjanesbraut er einstaklega gott.
Við hönnun Aðaltorgs er tekið mið af auðveldu aðgengi ferðalanga að verslun og þjónustu á leið til eða frá landinu , jafnframt að vera staðsett miðsvæðis gagnvart íbúum bæjarfélaganna á Suðurnesjum.
Staðsetning
Aðaltorg er eitt af áherslusvæðum K64, þar er unnið með skipulagsmál nærsvæðis Keflavíkurflugvallar og byggðarlaganna á Suðurnesjum
Keflavíkurflugvöll er vel tengdur alþjóðaflugvöllur og með vönduðu skipulagi getur hann orðið drifkraftur fyrir efnahagslega, umhverfislega og samfélagslega sjálfbært svæði. Staðsetningin á milli Evrópu og Ameríku, nálægðin við höfuðborgarsvæðið, sveitarfélögin við völlinn og sérstaða Íslands eru þættir sem sérstaklega verður horft til við þróun Aðaltorgs.
Í næsta nágrenni við okkur höfum við Reykjanesið með öllum sínum náttúrperlum.
Brúinn á milli heimsálfa, Gunnuhver, Reykjanesviti, Bláa Lónið ásamt marþættri afþreygingu í næsta nágrenni.
Fyrirtæki
Á Aðaltorgi er fjölbreytt starfsemi og spennandi verkefni alla daga